Tónlistarkonan Guðný María Arnþórsdóttir er búin að senda frá sér nýjan smell. Í þetta skiptið sækir Guðný innblástur í þorrann og ber lagið titilinn þorri, þá góa.
Guðnýju Maríu skaut upp á stjörnuhimininn fyrir fáeinum árum þegar hún gaf út stórsmellinn Okkar páskar. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga, síðast jólalagið Jólapakka.
Guðný semur öll sín lög sjálf og textana. Hún annast undirspil, söng, útsetningu, upptöku og hljóðblöndun myndbandanna.