Skilur við töluvert yngri eiginkonu sína

Tim Robbins og Jerry Weintraub. Robbins stendur í skilnaði.
Tim Robbins og Jerry Weintraub. Robbins stendur í skilnaði. AFP

Leikarinn Tim Robbins hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Gratielu Brancusi. Robbins og Brancusi hafa verið saman í nokkur ár. Robbins sótti um skilnað á miðvikudaginn að því er fram kemur í skjölum sem slúðurmiðillinn TMZ hefur undir höndum. 

Fyrst fréttist af sambandi þeirra þegar Robbins og Brancusi þegar þau mættu saman á frumsýningu í febrúar árið 2018. Leikarinn er 62 ára en Brancusi er talin rúmlega þrítug. Þau fóru leynt með samband sitt og er ekki vitað hvenær þau létu pússa sig saman. 

Robbins er þekktur fyrir hlutverk Andys Dufresne í myndinni The Shawshank Redemption. Hann hlaut einnig Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni Mystic River. Einkalíf hans hefur ekki síður verið áberandi en hann átti í um 20 ára löngu sambandi við leikkonuna Susan Sarandon. Þau Robbins og Sarandon eiga saman tvo fullorðna syni.

Tim Robbins og Morgan Freeman í myndinni The Shawshank Redemption.
Tim Robbins og Morgan Freeman í myndinni The Shawshank Redemption.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney