Kristen Stewart þykir sláandi lík Díönu prinsessu í nýrri kvikmynd um líf prinsessunnar sem ber heitið Spencer en búið er að birta fyrstu myndir frá tökunum. Stefnt er að því að frumsýna myndina í haust en á næsta ári eru 25 ár síðan Díana lést.
Handrit myndarinnar var í höndum Stevens Knights sem þekktur er fyrir þættina Peaky Blinders. Í kvikmyndinni fáum við að sjá Díönu á síðustu jólunum sínum með konungsfjölskyldunni í Sandringham. Söguþráðurinn fjallar um það þegar Díana áttar sig á að hjónabandi hennar og Karls Bretaprins sé lokið og ákveður að skilja við hann.