Andrúmsloftið á Seyðisfirði fangað

Plötumslag Blue church session sem var tekin upp í Seyðisfjarðarkirkju.
Plötumslag Blue church session sem var tekin upp í Seyðisfjarðarkirkju. Ljósmynd/Aðsend

Í dag kemur út platan Blue Church Session með hljómsveitinni Hell Yeah, Beautiful sem samanstendur af öflugum hópi tónlistarmanna. Um er að ræða góðgerðarplötu til styrktar samfélaginu á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðanna en platan var einmitt tekin upp í Seyðisfjarðarkirkju. 

Upptökurnar eru tæplega áratugagamlar og eru því jafnframt áhugaverð heimild um það frjálsa og tilraunakennda andrúmsloft sem Seyðisfjörður er þekktur fyrir en lögin sex á plötunni „leiða hlustandann gegnum friðsælt landslag hljóðrænnar fegurðar,“ að því er fram kemur í tilkynningu.  

Jófríður Ákadóttir kemur fram á plötunni auk annarra þekktra tónlistarmanna.
Jófríður Ákadóttir kemur fram á plötunni auk annarra þekktra tónlistarmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitarmeðlimir eru þau Indriði Arnar Ingólfsson, Tumi Árnason, Úlfur Hansson, Jófríður Ákadóttir, Ólafur Sverrir Traustason og Arnljótur Sigurðsson. Blue Church Session má kaupa á Bandcamp-síðu figureight records fyrir 8$, eða u.þ.b. 1000 krónur. Allur ágóði rennur beint til Saman fyrir Seyðisfjörð og þeim fjármunum sem safnast veður dreift af Rauða krossinum í samstarfi við íbúa Seyðisfjarðar og varið í uppbyggingarstarf og samfélagsaðstoð í bænum.

Hægt er að nálgast plötuna á Bandcamp síðu verkefnisins.

Saman fyrir Seyðisfjörð er samstarfsverkefni sem stefnir að því að styðja endurreisn samfélagsins á Seyðisfirði með því að bjóða upp á fjölbreytta listadagskrá stafrænt dagana 25. -31. janúar. Listamennirnir eru af fjölbreyttum toga og telja til að mynda tónlistarfólkið GDRN, Ásgeir, Bríet, Hjaltalín, Vök, Hatari, Bjartar Sveiflur, JFDR og Cyber. Allir listamenn sem koma fram gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til Seyðisfjarðar. Það er Rauði krossinn sem heldur utan um fjársöfnunina.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms skilaboðin „HJALP“ í númerið 1900 til að gefa 2900 krónur, eða fara inn á gefa.raudikrossinn.is/9544 til að millifæra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað nýstárlegt mun reka á fjörur þínar. Leitaðu vinina uppi og leyfðu þeim að auðvelda þér lífið með elsku sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney