Jóhannes Haukur kvartar undan Disney

Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur gert það gott í leiklistinni bæði …
Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur gert það gott í leiklistinni bæði hér á landi og erlendis. mbl.is/Hari

Jóhannes Haukur Jóhannesson, einn þekktasti íslenski leikari í heiminum, er ekki sáttur við stórfyrirtækið Disney ef marka má færslur leikarans á Twitter. Jóhannes kvartar yfir því að fyrirtækið selji áskrift að streymisveitunni Disney+ hér á landi án þess að bjóða upp á íslenskan texta eða íslenskt tal á sjónvarpsefni.

Bendir Jóhannes á að íslenskir leikarar hafi í áratugi talsett kvikmyndir og annað efni frá Disney. „Þið eigið réttinn á þessu, þið hafið þetta. Vinsamlegast gerið þetta aðgengilegt,“ skrifar hann í færslu sem hann beinir að Disney.

Í annarri færslu færir hann frekari rök fyrir máli sínu þar sem hann bendir á að íslenska sé eitt elsta tungumál í heiminum sem enn sé talað og það myndi hjálpa til við að standa vörð um íslenska tungu að gera talsetninguna aðgengilega.

Jóhannes er ekki sá eini sem hefur gert athugasemdir við skortinn á íslenskri talsetningu á streymisveitunni. Jón Ólafsson, tónlistarmaður og framleiðandi, spurði vini sína á Facebook hvað þeir gætu sagt sér um íslenskun þess efnis sem aðgengilegt er á Disney+.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård