Eins og hjá öllum almennilegum hljómsveitum eru til margar góðar sögur af ferli þungarokksveitarinnar Sólstafa. Aðalbjörn Tryggvason eða Addi fer yfir nokkrar þeirra í nýju tónlistarhlaðvarpi sem nefnist Hljóðverk. Þar má nefna tónleikahald í skemmtiferðaskipi eingöngu með þungarokkurum um borð.
Það eru þeir Einar Vilberg, Ómar Al Laham og Benedikt Sigurðsson sem hafa umsjón með þættinum þar sem talað er við tónlistarfólk um ferilinn og ýmislegt sem tengist upptökum og sköpun tónlistarinnar og Addi segir frá gerð nýjustu plötu sveitarinnar Endless Twilight of Codependent Love.
Hægt er að hlusta á Hljóðverk-podcast hér fyrir neðan en fleiri þættir eru væntanlegir hér á næstunni.