Clooney skrifar eiginkonunni enn ástarbréf

Amal og George Clooney skrifa enn ástarbréf til hvors annars.
Amal og George Clooney skrifa enn ástarbréf til hvors annars. TIZIANA FABI

Leikarinn George Clooney heldur í rómantíkina í heimsfaraldrinum. Clooney skrifar enn eiginkonu sinni, Amal Clooney, ástarbréf og skilur þau eftir á skrifborðinu hjá henni. 

Clooney-hjónin hafa verið gift í rúm sex ár og halda enn fast í rómantíkina. „Jafnvel í útgöngubanni skrifa ég bréf og set það á skrifborðið hennar, eða hún skrifar bréf og skilur það eftir undir koddanum. Ég trúi staðfastlega á bréf,“ sagði Clooney í viðtali við tímaritið AARP.

Ekki eru öll bréfin sem Clooney á ástarbréf. Hann á handskrifuð bréf frá Paul Newman, Walter Cronkite og Gregory Peck. Sum bréfanna hefur hann rammað inn og hengt upp á veggi hússins. „Ef þetta væru prentuð bréf, þá væri það öðruvísi. Kannski er það eitthvað kynslóðatengt, og kannski verður þetta ekki þannig eftir 20 ár, en einhver settist niður og skrifaði þetta bréf,“ sagði Clooney.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney