Gítarleikari The Animals látinn

Hljómsveitin The Animals. Valentine er annar frá hægri.
Hljómsveitin The Animals. Valentine er annar frá hægri. Ljósmynd/Wikipedia.org/Richard William Laws

Hilton Valentine, gítarleikari hljómsveitarinnar The Animals, er látinn, 77 ára að aldri.

Útgáfa þessarar bresku hljómsveitar af laginu The House of The Rising Sun fór í efsta sæti vinsældalista bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum árið 1964.

Plötuútgáfa The Animals, ABKCO Music, lýsti Valentine sem „framsæknum gítarleikara sem hafði áhrif á hljóminn í rokkinu næstu áratugina á eftir“.

Valentine lést á föstudaginn, að sögn ABKCO á Twitter. Hann stofnaði sveitina í Newcastle árið 1963 ásamt söngvaranum Eric Burdon, bassaleikaranum Chas Chandler, hljómborðsleikaranum Alan Price og trommaranum John Steel.

Sveitin kom sex öðrum lögum á topp tíu í Bretlandi, þar á meðal Don't Let Me Be Misunderstood og We Gotta Get Out of This Place, að sögn BBC

Valentine yfirgaf The Animals og hóf sólóferil eftir að sveitin hætti árið 1966 en tók þátt í endurkomu hennar síðar meir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach