Tónlistarkonan og upptökustjórinn Sophie, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, er látin, aðeins 34 ára gömul.
Fram kemur í tilkynningu frá umboðsskrifstofu hennar að hún hafi farist í „hræðilegu slysi“ í Aþenu þar sem hún bjó, aðfaranótt laugardags.
Sophie, sem fæddist í Glasgow, starfaði með listamönnum á borð við Madonnu og Charli XCX, að sögn BBC.
„Hún var mjög andlega þenkjandi og hafði klifrað upp til að horfa á fullt tungl og rann til og datt,“ sagði í færslu frá umboðsskrifstofunni á netinu. „Hún verður ávallt á meðal vor.“
In a too-short career, SOPHIE created a body of work that rivals any producer of 21st century music. https://t.co/g2EzCInkEM
— Slate (@Slate) January 31, 2021