Umboðsmaðurinn Jason Blackstock hafnar ásökunum fyrrverandi eiginkonu sinnar, tónlistarkonunnar Kelly Clarkson, um að hann hafi stolið milljónum bandaríkjadala af henni á meðan þau voru gift.
Clarkson sótti um skilnað við Blackstock á síðasta ári. Í október ári lagði Clarkson fram gögn til vinnueftirlits Kaliforníu þar sem hún sakar Blackstock um að hafa stolið 1,4 milljónum bandaríkjadala á meðan hann var umboðsmaður hennar.
Í gögnum sem Blackstock skilaði svo síðar inn neitar hann að hafa nokkur tímann stolið af henni peningum. Hann fór fram á að málið yrði láti niður falla.