Dustin Diamond látinn

Dustin Diamond er látinn eftir baráttu við lungnakrabbamein.
Dustin Diamond er látinn eftir baráttu við lungnakrabbamein. AFP

Leikarinn Dustin Diamond er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Diamond greindi frá því um miðjan janúarmánuð að hann hefði verið greindur með lungnakrabbamein á fjórða stigi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús.

Diamond var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Samuels „Screech“ Powers í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru í loftinu á árunum 1989 til 1993 og slógu í gegn víða um heim. BBC greinir frá. 

Eftir að Diamond var lagður inn á sjúkrahús kom í ljós að hann væri með smáfrumuþekjuvefjarkrabbamein í lungum sem komið var á fjórða stig. Hann undirgekkst lyfjameðferð við meininu fljótlega eftir greiningu en heilsu hans hrakaði mikið síðustu vikuna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney