Nafngreinir Manson sem ofbeldismanninn

Evan Rachel Wood hefur að lokum nafngreint manninn sem beitti …
Evan Rachel Wood hefur að lokum nafngreint manninn sem beitti hana ofbeldi. Larry Busacca

Fimm kon­ur hafa stigið fram og sakað söngv­ar­ann Mari­lyn Man­son um að hafa beitt sig lík­am­legu og and­legu of­beldi á meðan þær voru í sam­bandi með hon­um. Leik­kon­an Evan Rachel Wood varð fyrst til þess að stíga fram en hún hef­ur áður greint frá því að hafa verið í of­beld­is­sam­bandi þótt hún hafi aldrei nafn­greint mann­inn fyrr en nú. 

Wood var 18 ára þegar hún kynnt­ist Man­son en hann er 18 árum eldri en hún. Þau voru sam­an í rúm þrjú ár en op­in­beruðu ekki sam­band sitt fyrr en hún var orðin 20 ára. Þau trú­lofuðu sig í janú­ar 2010 en slitu trú­lof­un­inni í ág­úst sama ár Í færslu á In­sta­gram, sem hún birti í morg­un, nafn­grein­ir hún Man­son og seg­ir hann hafa heilaþvegið sig og beitt sig of­beldi. 

„Of­beld­ismaður­inn heit­ir Bri­an Warner, sem heim­ur­inn þekk­ir bet­ur sem Mari­lyn Man­son,“ skrif­ar Wood. „Ég var heilaþveg­in og hann neyddi mig til að hlýða sér.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood)

Hún sagðist vera hætt að vera hrædd við hann og vildi op­in­bera „þenn­an hættu­lega mann“ áður en hann eyðilegði líf fleiri. Hún sagðist standa með öll­um fórn­ar­lömb­um hans sem vildu ekki þegja leng­ur.

Fjór­ar aðrar kon­ur, sem aldrei hafa stigið op­in­ber­lega fram áður, greindu í kjöl­farið frá of­beldi sem hann beitti þær þegar þær voru í sam­bandi með hon­um. 

Kon­urn­ar heita Ashley Walters, Sarah Mc­Neilly, Ashley Lindsay Morg­an og Gabriella. Þær segj­ast all­ar vera með áfall­a­streiturösk­un eft­ir að hafa verið með hon­um. Walters seg­ir sögu Wood hræðilega líka sinni eig­in sögu. Gabriella seg­ist vera búin að loka á minn­ing­arn­ar.

„Það hef­ur tekið mig fimm ár að segja frá því að ég var í of­beld­is­sam­bandi. Það er búið að greina mig með áfall­a­streiturösk­un og ég glími enn við martraðir. Ég er búin að loka á minn­ing­arn­ar en ég man enn til­finn­ing­arn­ar. Ástæðan fyr­ir því að ég er að deila þessu er svo að ég geti loks­ins kom­ist í bata og ég er hætt að vera þögul,“ skrifaði Gabriella. 

Vanity Fair

The Hollywood Report­er

Roll­ing Stone

Marilyn Manson.
Mari­lyn Man­son. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Allir virðast hafa álit á því sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir