Tony Bennett með Alzheimers-sjúkdóminn

Tony Bennett var enn að koma fram áður en faraldurinn …
Tony Bennett var enn að koma fram áður en faraldurinn skall á Bandaríkjunum. AFP

Bandaríski söngvarinn og goðsögnin Tony Bennett hefur glímt við Alzheimers-sjúkdóminn síðastliðin fjögur ár. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun í tímariti AARP-stofnunarinnar, sem berst fyrir bættum hag eldri borgara í Bandaríkjunum.

Í greininni er sagt frá því hvernig sjúkdómurinn hefur haft áhrif á daglegt líf Bennett, sem er orðinn 94 ára gamall, meðal annars á minni hans og getu til að átta sig á hverdagslegum hlutum. Eiginkona hans, Susan, segir hann ekki alltaf vita hvar hann er eða hvað sé að gerast í kringum hann.

Í færslu á Instagram þar sem vakin er athygli aðdáenda Bennett á greininni skrifar hann: „Lífið er gjöf – jafnvel með Alzheimers. Ég þakka Susan og fjölskyldu minni fyrir stuðninginn og AARP-tímaritinu fyrir að segja sögu mína.“

Hefur hrakað í faraldrinum

Bennett sló fyrst í gegn árið 1951 með smáskífum eins og I Left My Heart In San Francisco og The Shadow Of Your Smile og hefur ekki litið til baka síðan. Hann gaf út dúett með söngkonunni Lady Gaga árið 2015 og náði skífan langt á vinsældarlistum.

Taugalæknirinn Gayatra Devi, sem hefur fylgst með ástandi Bennett síðan árið 2016, segir tónlistina hafa haldið honum á tánum og að söngurinn örvi heilastöðvar hans á hjálplegan hátt. Honum hefur þó farið aftur síðan heimsfaraldur kórónuveiru skall á þar sem hann getur ekki ferðast eins mikið og troðið upp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney