Tom Moore látinn

Tom Moore var höfuðsmaður í breska hernum.
Tom Moore var höfuðsmaður í breska hernum. AFP

Tom Moore, fyrrverandi höfuðsmaður í breska landhernum sem nýlega var aðlaður af Elísabetu Bretlandsdrottningu fyrir framlag sitt í kórónuveirufaraldrinum, lést í dag af völdum Covid-19. Moore var 100 ára að aldri. 

Moore var fluttur á sjúkrahús um síðustu helgi vegna öndunarerfiðleika, en hann hafði glímt við lungnabólgu síðustu vikur áður en hann greindist síðan með kórónuveiruna í síðustu viku. 

Moore, sem barðist í síðari heims­styrj­öld, varð heims­fræg­ur í apríl á síðasta þegar hann hóf að safna fé fyr­ir bresku heilbrigðismálastofnunina (NHS) með því að ganga 100 ferðir fram og til baka í bakgarði sínum í Bedfordshire. 

Moore safnaði alls 33 milljónum punda með uppátækinu, því sem jafngildir tæpum sex milljörðum. 

Elísabet Bretlandsdrottning aðlaði Moore á síðasta ári.
Elísabet Bretlandsdrottning aðlaði Moore á síðasta ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka