Tom Moore, fyrrverandi höfuðsmaður í breska landhernum sem nýlega var aðlaður af Elísabetu Bretlandsdrottningu fyrir framlag sitt í kórónuveirufaraldrinum, lést í dag af völdum Covid-19. Moore var 100 ára að aldri.
Moore var fluttur á sjúkrahús um síðustu helgi vegna öndunarerfiðleika, en hann hafði glímt við lungnabólgu síðustu vikur áður en hann greindist síðan með kórónuveiruna í síðustu viku.
Moore, sem barðist í síðari heimsstyrjöld, varð heimsfrægur í apríl á síðasta þegar hann hóf að safna fé fyrir bresku heilbrigðismálastofnunina (NHS) með því að ganga 100 ferðir fram og til baka í bakgarði sínum í Bedfordshire.
Moore safnaði alls 33 milljónum punda með uppátækinu, því sem jafngildir tæpum sex milljörðum.