Leikarinn Stanley Tucci segir að hann syrgi enn fyrstu eiginkonu sína, Kate, sem lést úr brjóstakrabbameini árið 2009. Hann segir að þrátt fyrir að liðin séu 11 ár frá andláti hennar verði það alltaf erfitt.
„Þetta er enn erfitt. Og það verður alltaf erfitt. En maður má ekki leyfa því að [...] og hún myndi aldrei vilja að nokkurt okkar myndi velta sér upp úr sorginni og leyfa henni að taka yfir líf okkar. Hún myndi aldrei vilja það. Hún var ekki þannig,“ sagði Tucci í viðtali við CBS Sunday Morning í gær.
Þau gengu í það heilaga árið 1995 og eignuðust tvíburana Nicolo og Isabel saman og einnig dótturina Camillu.
Tucci kvæntist Felicity Blunt árið 2012 og hafa þau eignast tvö börn saman. Soninni Matteo Olivier sem er 6 ára og dótturina Emiliu Giovanna.