Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott hættu saman haustið 2019 en eru þó enn yfir sig ástfangin að mati þeirra sem þekkja til. Jenner og Scott eiga saman hina þriggja ára gömlu Stormi Webster og gengur þeim vel að ala hana upp saman.
„Kylie og Travis eru enn brjálæðislega ástfangin. Þú sérð alltaf þegar þau eru saman að það er mikil ást til staðar. Andlit þeirra beggja lýsast upp þegar þau eru saman og þau virðast mjög hamingjusöm,“ sagði heimildarmaður E! eftir að dóttir þeirra varð þriggja ára í vikunni.
Heimildarmaðurinn sagði þau vera frábæra foreldra og sameiginlegt uppeldi þeirra gengi vel. Þau eru þó ekki byrjuð saman. „Kylie og Travis verja miklum tíma saman með Stormi sem fjölskylda og hafa ekki útilokað að byrja aftur saman. Þau eru ekki að setja þá pressu á sambandið núna.“