Leikkonan Rebel Wilson og Jacob Busch eru hætt saman. Þau staðfestu samband sitt opinberlega fyrir aðeins fjórum mánuðum en höfðu verið saman í rúmlega ár.
Wilson og Busch sýndu mikið hvort frá öðru á samfélagsmiðlum og Wilson hafði dásamað samband þeirra í viðtölum.
„Jacob var frábær strákur en hann var bara ekki maðurinn fyrir hana til lengri tíma litið,“ sagði heimildamaður People.
Wilson tilkynnti óbeint um sambandsslitin á nýjustu instagrammynd sinni þar sem hún skrifaði að hún væri einhleyp stúlka á leið á Ofurskálina.