Bíllinn er þriðja druslan

Úr kvikmyndinni Hvernig á að vera klassadrusla.
Úr kvikmyndinni Hvernig á að vera klassadrusla.

Hvernig á að vera klassa­drusla nefn­ist ný ís­lensk kvik­mynd sem sýn­ing­ar hefjast á á morg­un en býsna langt er liðið frá því ís­lensk kvik­mynd var frum­sýnd í kvik­mynda­hús­um hér á landi. Til stóð að frum­sýna mynd­ina 3. apríl í fyrra en frum­sýn­ingu var ít­rekað frestað vegna kófs­ins.
Leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur mynd­ar­inn­ar er Ólöf Birna Torfa­dótt­ir og með aðal­hlut­verk fara Ásta Júlía Elías­dótt­ir og Ylfa Marín Har­alds­dótt­ir.

Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir í kvikmyndinni.
Ásta Júlía Elías­dótt­ir og Ylfa Marín Har­alds­dótt­ir í kvik­mynd­inni.

Í mynd­inni seg­ir af Kar­en, „lífs­reyndri sveitapíu sem kem­ur á vel pimpaða bíln­um sín­um að sækja vin­konu sína Tönju, fáláta borg­arsnót, sem akkúrat á því augna­bliki er að lemja sokk­um í and­litið á kær­ast­an­um og hætta með hon­um enn eina ferðina“, eins og því er lýst á vef Senu sem dreif­ir mynd­inni. Vin­kon­urn­ar halda út á land til starfa á á stóru sveita­býli yfir sum­arið. Tanja fell­ur fljótt fyr­ir mynd­ar­leg­um sveita­pilti en geng­ur illa að heilla hann. Á meðan á þeim til­raun­um geng­ur dá­ist hún að því hvernig Kar­en virðist geta sofið hjá hverj­um sem er án vænt­inga eða eft­ir­mála, eins og því er lýst. Tanja biður því Kar­eni um að kenna sér að vera eins og hún, klassa­drusla.

Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur.
Ólöf Birna Torfa­dótt­ir, leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur.


Nei­kvætt orð gert já­kvætt


„Það er svo­lítið „at­titu­de“ í þess­um titli,“ seg­ir Ólöf þegar blaðamaður spyr frek­ar út í titil­inn og bæt­ir við að hún hafi per­sónu­lega reynslu af notk­un orðsins. „Ég bjó í sveit þegar ég var yngri og kom úr frek­ar fá­tækri fjöl­skyldu og maður var tal­inn druslu­leg­ur af því maður var ekki í nýj­ustu föt­un­um og svona,“ út­skýr­ir Ólöf og bend­ir á fleiri niðrandi merk­ing­ar orðsins en ein þeirra er, eins og seg­ir í Íslenskri nú­tíma­málsorðabók, „lauslát kona“. Ólöf seg­ir að með þess­ari notk­un orðsins í titl­in­um og mynd­inni sé valdið tekið af þeim sem noti það í niðrandi merk­ingu og því snúið yfir í að vera „cool“. Þá sé bíll Kar­en­ar „þriðja drusl­an“ í mynd­inni.
Um þær vin­kon­ur Tönju og Kar­en seg­ir Ólöf að þær séu ólík­ir per­sónu­leik­ar. Sveita­stelp­an Kar­en er lífs­reynd og áhyggju­laus, ör­ugg­ari með sig, en Tanja er feimn­ari og hlé­dræg­ari og hef­ur lítið farið út fyr­ir borg­ar­mörk­in um æv­ina. „Eft­ir svo­lítið erfiða fyrstu nótt hjá borg­ar­stelp­unni biður hún hina um að kenna sér að vera meira eins og hún, að vera al­veg sama og hætta að pæla í af­leiðing­un­um og hvað fólki finnst. Það er svo­lítið kó­medí­an í þessu,“ út­skýr­ir Ólöf.

Ólöf með leikurum og tökuliði á lokadegi takna.
Ólöf með leik­ur­um og tök­uliði á loka­degi takna.

Þekkt­ust fyr­ir 


Aðalleik­kon­urn­ar tvær voru í leik­list­ar­námi í Kvik­mynda­skóla Íslands og fóru báðar með lít­il hlut­verk í Síðustu veiðiferðinni. Hlut­verk þeirra í kvik­mynd Ólaf­ar eru fyrstu aðal­hlut­verk beggja og seg­ist Ólöf hafa unnið með þeim áður. „Ég kynnt­ist Ástu þegar ég réð hana í aðal­hlut­verk í stutt­mynd sem ég var að búa til. Þar unn­um við fyrst sam­an og svo aðstoðaði ég hana á setti hjá Ylfu þegar hún var að út­skrif­ast úr kvik­mynda­skól­an­um. Á því setti var Ásta ein­mitt að leika með henni, þær eru bún­ar að vera vin­kon­ur í svo­lít­inn tíma og þar kviknaði hug­mynd­in að hafa þær aðalk­arakt­er­ana,“ seg­ir Ólöf.

Fékk áhug­ann í sminki 


Ólöf stundaði nám í hand­rita­skrif­um og leik­stjórn við Kvik­mynda­skóla Íslands og seg­ist hafa fengið áhuga á kvik­mynda­gerð þegar hún var í förðun­ar­námi. „Ég var mikið að sminka í stutt­mynd­um og svo­leiðis og þar kviknaði áhug­inn á því að búa til mín­ar eig­in sög­ur,“ seg­ir hún frá.


Frum­sýna átti mynd­ina í byrj­un apríl í fyrra, sem fyrr seg­ir, og seg­ir Ólöf að frum­sýn­ing­ar­dag­ur­inn, 5. janú­ar 2021, sé í raun sá fjórði sem sett­ur hafi verið fyr­ir mynd­ina. En voru þá ein­hverj­ar breyt­ing­ar gerðar á henni á þess­um tíma sem leið frá upp­haf­leg­um frum­sýn­ing­ar­degi til þess nú­ver­andi? „Við nýtt­um al­veg tím­ann,“ svar­ar Ólöf ,að mynd­in hafi verið tek­in í gegn og löguð til. „Mér finnst hún koma bet­ur út fyr­ir vikið,“ seg­ir Ólöf.

Hlaðvarpsþátt­inn má finna hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og finnst allt sem þú gerir þurfi að vera meira og betra en hjá öðrum. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason