Fór frá Manson vegna framhjáhalds og fíkniefnaneyslu

Dita Von Teese fór frá Marilyn Manson vegna framhjáhalds og …
Dita Von Teese fór frá Marilyn Manson vegna framhjáhalds og fíkniefnaneyslu.

Dita Von Teese, fyrrverandi eiginkona Marilyns Mansons, segir að ástæðan fyrir því að hún sótti um skilnað við Manson árið 2006 hafi verið sú að hann hélt framhjá henni og var í mikilli fíkniefnaneyslu.

Í vikunni sökuðu fimm konur Manson um að hafa beitt þær ofbeldi á meðan þær voru í sambandi með honum. Þar á meðal er leikkonan Rachel Evan Wood. Von Teese var með Manson í sjö ár en þau giftu sig í nóvember árið 2005. Hún sótti um skilnað í desember 2006 og voru þau formlega skilin árið eftir. 

Von Teese sagði að margir hefðu haft samband við sig undanfarna daga og spurt hvort það væri í lagi með hana. Hún þakkaði fyrir kveðjurnar og sagði að lýsingar kvennanna endurspegluðu ekki upplifun hennar af sjö ára sambandi þeirra. 

„Ef ég hefði upplifað þetta, þá hefði ég ekki gifst honum í desember 2005. Ég fór frá honum 12 mánuðum seinna vegna framhjáhalds og fíkniefnaneyslu,“ skrifar Von Teese. 

Hún segir að ofbeldi eigi ekki að líðast neinum samböndum og hvetur öll þau sem hafa orðið fyrir ofbeldi til að leita sér hjálpar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir