Neitar framhjáldi með Rodriguez

Madison LeCroy og Alex Rodriguez áttu ekki í sambandi.
Madison LeCroy og Alex Rodriguez áttu ekki í sambandi. Samsett mynd

Bandaríska raunveruleikaþáttastjarnan Madison LeCroy neitar að hafa átt í ástarsambandi við hafnaboltastjörnuna Alex Rodriguez. Rodriguez er trúlofaður söngkonunni Jennifer Lopez. LeCroy segist hafa átt samskipti við fyrrverandi hafnaboltastórstjörnu en neitar framhjáhaldi. 

Eftir að fréttir bárust af mögulegu framhjáhaldi Rodriguez sagði LeCroy í viðtali við Page Six að hún hafði bara talað við íþróttastjörnuna í síma. Þau væru bara kunningjar en hefðu aldrei hist.  

„Hann hélt aldrei líkamlega framhjá unnustu sinni með mér,“ sagði LeCroy sem segist hafa talað við hann af og til. Hún sagði ekki um hvað þau hefðu talað en efnið hefði verið sakleysislegt. 

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru trúlofuð.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru trúlofuð. AFP

Orðrómurinn fór á flug í uppgjörsþætti þáttanna Southern Charm. LeCroy sagði manneskju frá samskiptum sínum við stjörnuna sem hélt ekki trúnað. Allt þetta átti sér stað fyrir ári en sögusagnirnar fóru af stað núna. 

„Alex þekkir hana ekki og þau hafa aldrei hist,“ sagði félagi Rodriguez í samtali við E!.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka