Patricia Jasmin Rahman, eiginkona leikarans James Marsters, hefur sótt um skilnað við hann. Marsters er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Buffy the Vampire Slayer.
Rahman og Marsters gengu í það heilaga fyrir tíu árum í Los Angeles. Þau kynntust fyrst á tónleikum í Ástralíu en Marsters bað hana að trúlofast sér í maí 2010.
Rahman og Marsters eiga engin börn saman. Þetta er annar skilnaður Marsters en hann var áður giftur Liane Davidson frá 1989 til 1997. Þau eiga einn son.