Orianne Cevey, fyrrverandi eiginkona Phils Collins, fékk 22 þúsund bandaríkjadali eða 2,8 milljónir íslenskra króna fyrir gullplötur Collins. Hjónin fyrrverandi hafa staðið í eins konar stríði undanfarna mánuði en eftir að þau skildu bjó Cevey í húsi hans. Hann höfðaði mál gegn henni vegna þess og seldi á endanum húsið ofan af henni.
Þá ákvað Cevey að setja gullplötur hans á uppboð auk fjölda eigna sinna.
Alls fékk hún 2,1 milljón bandaríkjdala eða um 273 milljónir íslenskra króna fyrir söluna á öllum hlutunum en þar á meðal voru hönnunarflíkur, veski og skartgripir.