Hætti með kærastanum í sms-i

Leikkonan Rebel Wilson sagði Jacob Busch upp í sms-i.
Leikkonan Rebel Wilson sagði Jacob Busch upp í sms-i.

Leikkonan Rebel Wilson sagði kærasta sínum, Jacob Busch, upp í sms-i. Parið hafði verið saman í rúmr ár og fór í skíðafrí fyrir jólin saman. 

„Þau fóru til Aspen saman rétt fyrir hátíðirnar og skemmtu sér vel. Síðan fór hann til Flórída til að vera með fjölskyldu sinni og hann bauð henni með því hann vildi að hún kynntist þeim, en hún gekk aldrei svo langt,“ sagði heimildamaður Us Weekly.

Hann segir að þau hafi talað mikið saman yfir hátíðirnar og átt í góðum samskiptum en síðan hætti hún að tala við hann og hætti með honum í gegnum sms fyrir tveimur til þremur vikum. 

Þá segir hann einnig að Busch hafi tekið sambandsslitunum mjög illa og verið mjög sár. „Hann var alveg óður í hana síðan 2019. Þau hittust af og til í gegnum árin. Þau voru vinir og síðan urðu þau kærustupar um sumarið,“ sagði heimildamaðurinn.

Wilson og Busch þegar allt lék í lyndi.
Wilson og Busch þegar allt lék í lyndi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney