Myndir fordæmalausa ársins sýndar

Eyþór Árnason úr stjórn BLÍ og Kristin Hauksdóttir frá Ljósmyndasafninu …
Eyþór Árnason úr stjórn BLÍ og Kristin Hauksdóttir frá Ljósmyndasafninu leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Myndir ársins, árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands, verður opnuð á morgun, laugardag, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni í ár verða myndir frá liðnu ári sem valdar verða af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.

Myndunum er skipt í sjö flokka; Fréttamyndir, daglegt líf, íþróttir, portrett, umhverfi, tímarit og myndaraðir.

Í hverjum flokki velur dómnefnd bestu myndina eða myndaröðina auk einnar myndar úr fyrrnefndum flokkum sem er svo valin mynd ársins.

Sýningin stendur til 28. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir