Myndir ársins, árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands, verður opnuð á morgun, laugardag, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni í ár verða myndir frá liðnu ári sem valdar verða af óháðri dómnefnd úr öllum innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara.
Myndunum er skipt í sjö flokka; Fréttamyndir, daglegt líf, íþróttir, portrett, umhverfi, tímarit og myndaraðir.
Í hverjum flokki velur dómnefnd bestu myndina eða myndaröðina auk einnar myndar úr fyrrnefndum flokkum sem er svo valin mynd ársins.
Sýningin stendur til 28. febrúar.