Trump segir sig úr samtökum leikara

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt sig úr Samtökum sjónvarps- og kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum, Screen Actors Guild, eftir að samtökin vildu kalla hann á fund vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Washington D.C. í janúar. 

„Hverjum er ekki sama?“ skrifaði forsetinn fyrrverandi í bréfi til samtakanna og bætti við að samtökin hefðu aldrei gert neitt fyrir hann. 

Trump hefur leikið sjálfan sig í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal Home Alone 2 og Zoolander og einnig gert þættina The Apprentice. 

SAG greindi frá því í síðasta mánuði að samtökin myndu kalla saman nefnd til að fara yfir mál Trumps og ákveða hvort hann yrði rekinn úr samtökunum. Nú í febrúar var hann svo kallaður á fund nefndarinnar.

Í bréfinu sagðist Trump hafa hjálpað sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum að byggja sig upp og hafa skapað þúsundir starfa á sjónvarpsstöðvum á borð við MSDNC og „Falsfrétta CNN“.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney