Dúfa Prince drepst 28 ára

Tónlistarmaðurinn Prince átti hvítar dúfur.
Tónlistarmaðurinn Prince átti hvítar dúfur. REUTERS

Hvíta dúfan Divinity sem var í eigu tónlistarmannsins Prince er dauð. Dúfan varð 28 ára gömul en Prince sjálfur lést árið 2016. Starfsmenn Paisley Park í Minnesota þar sem Prince bjó og nú er safn í minningu hans greindu frá dauða dúfunnar á vef safnsins.  

Divinity hélt til í Paisley Park síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Prince átti nokkrar aðrar dúfur. Divinity heilsaði síðan gestum safnsins þegar það var opnað sama ár og Prince lést. Dúfan var tenging margra aðdáanda við Prince. „Hennar verður saknað,“ sagði framkvæmdastjóri Paisley Park. 

Hár aldur var ástæða dauða Divinity hinn 2. febrúar. Dúfan lifði töluvert lengur en meðaldúfa gerir. Nýjar dúfur munu koma í stað þeirra sem eldri voru.

Tónlistarmaðurinn Prince lést árið 2016.
Tónlistarmaðurinn Prince lést árið 2016. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney