Leikstjórinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að Snertingu, skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Ráðgert er að tökur á kvikmyndinni hefjist snemma á næsta ári. Rúv greindi fyrst frá.
Bókin var mest selda bókin í jólabókaflóðinu í ár og ættu því margir Íslendingar að kannast við söguna sem gerist á Íslandi, í Bretlandi og Japan.
Þetta er fyrsta bók Ólafs Jóhanns sem verður að kvikmynd en hann mun sjálfur skrifa handritið að henni. Ekki er búið að ráða í nein hlutverk en tók Baltasar fram að hann sjálfur myndi fara með aðalhlutverkið.