Eilífur kúreki

Rólegur kúreki. James Dean í hlutverki Jetts Rinks í Giant.
Rólegur kúreki. James Dean í hlutverki Jetts Rinks í Giant. Warner Bros.

Hvað vill bandarískur leikari sem lést árið 1955 upp á dekk í einu vinsælasta dægurlaginu á Íslandi um þessar mundir, sungnu af rétt tvítugri stúlku? Er James Dean enn þá á allra vörum?

„Hættu að skjóta mig niður, þú ert ekki James Dean því miður,“ syngur Bríet í einu vinsælasta lagi seinustu mánaða á Íslandi, Rólegur kúreki. Ég verð að viðurkenna að ég hleypti brúnum þegar ég heyrði þessar línur fyrst. Hvers vegna er liðlega tvítug stúlka á Íslandi árið 2021 (lagið kom raunar út 2020) að vísa í bandarískan leikara sem lést fyrir 66 árum?

Ég hef ekki nálgast það vísindalega en ætli James Dean sé íslenskum ungmennum við upphaf þriðja áratugar 21. aldarinnar almennt hugleikinn? Eða er þetta bara einhver sérviska hjá Bríeti? Veit hún ef til vill ekki hver James Dean var, fékk bara þessa snjöllu ábendingu? Í öllu falli vita pottþétt fleiri ungmenni af tilvist hans núna en fyrir fáeinum mánuðum. Hljóta að hafa gúglað þennan dularfulla mann sem rólegi kúrekinn hennar Bríetar telur sig mögulega vera.

Bríet dustaði rykið af goðsögninni James Dean í lagi sem …
Bríet dustaði rykið af goðsögninni James Dean í lagi sem hún gaf út í fyrra. Eggert Jóhannesson


Fáránlega áhugaverð stúdía

Það yrði raunar fáránlega áhugaverð stúdía að fara inn í bekk í Verzló eða Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með ljósmyndir af leikurum sem voru upp á sitt besta á sjötta áratugi síðustu aldar. Myndu krakkarnir þekkja einhvern? Líklega Marilyn Monroe, eða hvað? Á frægð hennar sér nokkur takmörk? Ég myndi ekki veðja hárri upphæð á það að þau bæru kennsl á Marlon Brando, Elizabeth Taylor, Rock Hudson eða Övu Gardner. Hvað þá Montgomery Clift, sem allir hefðu samt gott af að þekkja.

Þegar ég var að vaxa úr grasi á níunda áratugnum í fásinninu á Akureyri var James Dean stjarna. Hann hafði þá að vísu legið í um þrjá áratugi í gröf sinni en frægð hans var samt á hvers manns vitorði, greinar voru skrifaðar um hann í íslenskum blöðum og veggmyndir að finna í Bravo, Pop Rocky og öðrum slíkum erlendum blöðum sem kaupa mátti í Bókabúð Jónasar. Ég man ekki betur en að kappinn hafi um skeið verið uppi á vegg hjá mér í rauða leðurjakkanum sínum.

Allir vissu að James Dean hafði týnt lífi með voveiflegum hætti í bílslysi aðeins 24 ára gamall. Vissu menn það ekki nennti maður ekki að tala við þá. Mikið meira lá svo sem ekki fyrir; þetta var löngu fyrir daga stafrænna myndbandsleigna og streymisveitna og aðgengi að þessum örfáum myndum sem maðurinn lék í áður en hann andaðist afar takmarkað.
Í einni af fyrstu Lundúnaferðum mínum, seint á níunda áratugnum, sá ég mér því leik á borði og festi kaup á East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant í annaðhvort HMV eða Virgin Megastore á Oxfordstræti. Kom með þær heim ásamt haug vínylplatna enda ekki rukkað fyrir yfirvigt á þeim árum, að maður muni. Skyndilega skapaðist stórkostleg hætta á því að þota hrapaði væri einu sokkapari ofaukið í töskunni hjá manni. Hvað eruð þið annars að láta mig rifja þetta upp núna? Djöfull er mann farið að langa upp í flugvél! Myndi meira að segja sætta mig við lágfargjaldaflug, þar sem maður þyrfti að vera með hnén grafin djúpt í bakinu á manninum í sætaröðinni fyrir framan.

Dean í Rebel Without a Cause.
Dean í Rebel Without a Cause.


Tækið skyrpti spólunum úr sér

Hér erum við auðvitað komin býsna langt frá okkar manni James Dean sem ugglaust hefur ekki farið í mörg flug um dagana, blessaður karlinn. Frægðin náði ekki almennilega í skottið á honum fyrr en hann var allur.

En ég var að tala um bíómyndirnar hans. Þær voru á VHS-spólum og fóru þráðbeint í tækið þegar heim var komið. Til allrar hamingju var pásuvídeóið hans Þórarins Sveins frænda þá úr sögunni en það hafði þann leiða ósið að skyrpa spólunum út úr sér annað veifið – óumbeðið. Þær magalentu bara á stofugólfinu undir blótsyrðum viðstaddra. Óvinsæll gjörningur á síðkvöldi.

Vinahópnum var smalað saman og menn látnir horfa á myndirnar, eina af annarri, með þeim rökum að enginn væri gjaldgengur í umræðum um poppkúltúr hefði hann ekki séð katalóginn hans James Dean.

„Og?“ spyrjið þið nú, með öndina í hálsinum.

Svarið er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir