Leikarinn Ashton Kutcher hélt að eiginkona sín, leikkonan Mila Kunis, væri að horfa á klám um miðja nótt á dögunum. Kunis var þó bara að horfa á fimmta þáttinn í þáttaröðinni Bridgerton á Netflix. Kutcher grínaðist með það í bandarískum spjallþætti í vikunni að eiginkona sín héldi fram hjá sér með áhorfinu.
„Svo ég er á þætti fimm og fyrir þá sem hafa séð hann þá vitið þið hvað gerist í þætti fimm,“ sagði Kunis. Hún segist vanalega vera sofnuð klukkan hálftíu á kvöldin en kvöldið fyrir sjónvarpsviðtalið var hún að horfa á Bridgerton og vakti því til miðnættis.
„Ertu að horfa á klám?“ sagði Kutcher við eiginkonu sína þegar hann vaknaði í miðjum fimmta þætti. „Hann var svo ruglaður,“ sagði Kunis um viðbrögð eiginmanns síns.
„Hún er að horfa á þetta um miðja nótt og ég vissi ekki hvað væri gangi. Ég var bara: „Er einhver annar í rúminu? Þetta var ógnvekjandi,“ sagði Kutcher.
Mila Kunis and @aplusk join us to talk about working together in their new #SuperBowl ad for Cheetos! pic.twitter.com/GiNTYtaGR7
— TODAY with Hoda & Jenna (@HodaAndJenna) February 1, 2021