Tónlistarkonan Avril Lavigne er komin með kærasta. Sá heppni heitir Mod Sun en þau unnu saman að laginu Flames sem kom út nýlega.
Heimildamaður Us Weekly staðfestir að tónlistarfólkið sé í sambandi. Sambandið virðist komið á alvarlegt stig en rapparinn er búinn að fá sér húðflúr með nafni Lavigne á hálsinn.
Mod Sun var áður en með fyrirsætunni Tönu Mongeau og leikkonunni Bellu Thorne. Mod Sun og Thorne áttu í stormasömu sambandi en þau trúlofuðust, giftust og skildu á innan við 15 mánuðum.
Lavigne var gift tónlistarmanninum Deryck Whibley en þau skildu árið 2009 eftir þriggja ára hjónaband. Eftir það hefur hún verið í sambandi með Brody Jenner og giftist Nickleback-söngvaranum Chad Kroeger árið 2013. Þau skildu tveimur árum síðar.