Hótelerfinginn Paris Hilton gaf kærasta sínum, viðskiptamanninum Carter Reum, óvenjulega afmælisgjöf á dögunum. Reum varð fertugur og fékk hann risastórt málverk að gjöf frá kærustunni.
„Þetta er æðislegt,“ sagði Reum þegar Hilton sýndi honum myndina. Hann var í fyrstu ekki viss um hvort um væri að ræða ljósmynd eða málverk, svo raunveruleg er myndin. Að lokum sagði hann að þau þyrftu að finna fullkominn vegg fyrir málverkið.
„Til hamingju með afmælið ástin mín. Svo spennt að fagna því aftur með þér í ár. Þú lýsir upp tilveru mína, þú ert mér allt og gerir mig að hamingjusömustu stúlku í heimi á hverjum degi,“ skrifaði Hilton meðal annars þegar hún birti myndir og myndbönd af þeim og málverkinu.
Hilton og Reum kynntust í lok árs 2019 í gegnum sameiginlega vini. Mikil alvara er í sambandinu og eru þau byrjuð í tæknifrjóvgunarmeðferð.