Sakar eiginkonu Mansons um að hóta sér

Evan Rachel Wood.
Evan Rachel Wood. AFP

Leikkonan Evan Rachel Wood nafngreindi tónlistarmanninn Marilyn Manson í síðustu viku sem ofbeldismann sinn. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum um helgina að hún hefði kært eiginkonu Mansons, Lindsay Usich, í desember síðastliðnum. Usich á að hafa hótað að birta myndir af Wood. 

Myndirnar sem um ræðir voru teknar af Wood þegar hún var undir lögaldri að því er fram kemur á vef ET. Wood segir að búið hafi verið að gefa sér mikið af áfengi og fíkniefnum þegar myndirnar voru teknar á hrekkjavökunni í Las Vegas eftir tónleika Mansons. Markmið myndbirtinganna var að sögn Wood að eyðileggja feril hennar og þagga niður í henni. 

Wood og Manson byrjuðu saman þegar hún var 19 ára og hann 38 ára. Þau tilkynntu trúlofun sína árið 2010 en trúlofuninni lauk sjö mánuðum síðar. 

Marilyn Manson og Evan Rachel Wood mæta saman í frumsýningarteiti …
Marilyn Manson og Evan Rachel Wood mæta saman í frumsýningarteiti árið 2007. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir