Tónlistarmaðurinn The Weeknd sló í gegn í hálfleik Ofurskálarinnar sem fór fram í Flórída í gærkvöldi. Atriðið fór að stórum hluta fram í stúkunni vegna sóttvarnareglna, en aðeins 25 þúsund áhorfendur voru á leiknum í gær.
Atriðið tók mið af sóttvarnareglum en þótti takast ansi vel miðað við það og velta margir fyrir sér hvað listamaðurinn hefði getað gert í venjulegu árferði.
The Weeknd spilaði öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Blinding Lights, Save Your Tears, Starboy og Can't Feel My Face.
Í þetta skipti var The Weeknd ekki marinn og blár í atriðinu, eins og hann hefur verið undanfarna mánuði. Dansarar hans skörtuðu þó sárabindum á höfðinu.
Weeknd hefur skartað þessum umbúðum til að vekja athygli á ölvunarakstri og hvaða afleiðingar hann getur haft. Eitt af hans vinsælustu lögum, Blinding Lights, fjallar á ákveðinn hátt um ölvunarakstur.
Hálfleiksatriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.