Stjörnuparið Olivia Wilde og Harry Styles eru enn saman og virðist sambandið þeirra bara styrkjast ef eitthvað er. Fréttir af sambandi leikkonunnar og tónlistarmannsins bárust snemma í janúar.
„Hún er mjög hamingjusöm með Harry,“ sagði heimildarmaður People sem sagði að mikil alvara væri í sambandinu og að þau eyddu öllum sínum tíma saman. Þau eru nú stödd í tökum á myndinni Don't Worry Darling í Los Angeles. Wilde leikstýrir en Styles leikur í myndinni.
„Olivia og Harry eru enn í tökum í L.A. Það hefur verið erfitt í tökum vegna Covid. Þau hafa þurft að hætta tökum nokkrum sinnum,“ sagði heimildarmaðurinn en segir frábært að vinna með Wilde sem er sögð verða mjög einbeitt þrátt fyrir allt mótlætið.