Bachelorette-stjarnan Clare Crawley er búin að lita hárið á sér bleikt. Crawley og Dale Moss slitu trúlofun sinni fyrir tæplega mánuði.
„Mig er búið að langa til að gera eitthvað skemmtilegt og breyta (tímabundið) hárinu með skemmtilegum lit ... þannig að ég gerði það,“ skrifaði Crawley undir myndina af sér.
Sambandsslit Crawley og Moss voru ansi skrautleg en hann tilkynnti sambandsslitin opinberlega án vitundar hennar. Þá hafa sögusagnir verið á kreiki um að Moss hafi haldið fram hjá henni en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum.