Mary Wilson látin

Mary Wilson var í The Supremes allt frá stofnun til …
Mary Wilson var í The Supremes allt frá stofnun til slita. AFP

Bandaríska söngkonan Mary Wilson, ein þeirra sem stofnuðu hljómsveitina The Supremes, er látin 76 ára að aldri. Wilson var í hljómsveitinni allt þar til sveitin lagði upp laupana.

Fjölmiðlafulltrúi Wilson, Jay Schwartz, greindi frá andláti hennar en dánarorsök kemur ekki fram í tilkynningunni.  

Hljómsveitin The Supremes var þekkt fyrir smelli eins og You Can't Hurry Love og Stop! In the Name of Love.

Wilson var 15 ára gömul þegar þær stofnuðu hljómsveitina í Detroit árið 1959 undir heitinu The Primettes. Auk hennar voru þær Diana Ross, Florence Ballard og Barbara Martin í hljómsveitinni í upphafi en Martin yfirgaf hana áður en frægðin bankaði á dyr. 

Aðeins tveimur dögum fyrir andlátið setti Wilson myndskeið á YouTube þar sem hún tilkynnti nýtt efni sem hún væri að vinna að. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir