„Mér þykir mjög vænt um Þórólf“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, voru …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, voru gestir Kastljóss á RÚV í kvöld. Skjáskot/RÚV

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, voru gestir Einars Þorsteinssonar í Kastljósi á RÚV í kvöld. Þar var rætt um niðurstöðu fundar þeirra við Pfizer í dag, þar sem fram kom að ekki yrði af tilraunaverkefni lyfjaframleiðandans hér á landi.

Þórólfur og Kári hafa ásamt öðrum átt í samskiptum við fyrirtækið í von um að koma fjöldabólusetningartilraun í kring hér á landi.

Þeir voru spurðir hvernig samskiptin þeirra á milli hefðu verið, í ljósi þess að í sumar virtist um hríð hafa kastast í kekki á milli þeirra. Kári hafi hótað að loka á símanúmerið hans Þórólfs.

Í kvöld staðfestu þeir að það hafi hann aldrei gert.

„Mér þykir mjög vænt um Þórólf og við höfum ekki átt í neinum erfiðleikum með að vinna saman,“ sagði Kári.

Kári Stefánsson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Svandís Svavarsdóttir.
Kári Stefánsson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við höfum átt frábært samstarf og ræðum bara málin. Auðvitað erum við sammála oft og ósammála oft, eins og gengur,“ sagði Þórólfur þá.

„En þá erum við ósammála í mjög stuttan tíma,“ bætti Kári við.

„Mjög stuttan,“ tók Þórólfur undir.

Fram undan er að þreyja þorrann og góuna og bíða bólusetningar í gegnum samninga Evrópusambandsins. „Við verðum ekki búin að bólusetja meiri hluta þjóðarinnar fyrr en kemur fram á haust,“ sagði Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney