Vill eðlilega framtíð með Britney Spears

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. AFP

Leikarinn Sam Asghari, kærasti Britney Spears tjáði sig um samband þeirra í kjölfar þess að heimildarmyndin Framing Britney Spears kom út. Hann tjáði sig ekki beint um myndina en er þakklátur fyrir stuðninginn sem Britney hefur fengið. 

„Ég hef aldrei viljað neitt nema það besta fyrir betri helminginn og mun halda áfram að styðja hana og skapa með henni þá framtíð sem hún vill og á skilið,“ sagði Asghari í viðtali við People. „Ég er þakklátur fyrir alla þá ást og þann stuðning sem hún fær frá aðdáendum sínum úti um allan heim og hlakka til eðlilegrar, ótrúlegrar framtíðar með henni.“

Aðdáendur Spears eru ánægðir með heimildarmyndina en myndin er hvorki gefin út á vegum Spears né samþykkt af henni. Myndin fjall­ar um frægð söng­kon­unn­ar og deil­ur um vel­ferð henn­ar. Að sögn heimildarmanns ET er Spears ekki búin að horfa á myndina. Starfsfólk Spears lét hana vita af myndinni. „Hún hefur ekki horft á heimildarmyndina af því hún vill ekki einbeita sér að því sem aðrir segja um hana,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. 



Britney Spears á tónleikum árið 2004.
Britney Spears á tónleikum árið 2004. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney