„Litli skrattinn á öxlinni“

Pálmi Hjalta kom sér vel fyrir hjá Benna og Ómari …
Pálmi Hjalta kom sér vel fyrir hjá Benna og Ómari áður en spjallið hófst. Ljósmynd/Aðsend

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Hljóðverks er rætt við tónlistarmanninn Pálma Hjalta sem gaf nýlega út sitt fyrsta lag en í hlaðvarpið koma bæði þjóðþekktir tónlistarmenn og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu. Pálmi segir lagið sem hann kallar „Lostasukk“ vera um „litla skrattann á öxlinni“ sem vill taka völdin. Þrátt fyrir að vera að gefa út sitt fyrsta lag hefur hann lengið komið fram sem trúbador og nam bassaleik erlendis en hinn landsþekkti bassaleikari Stuðmanna, Tómas M. Tómasson átti sinn þátt í því eins og kemur fram í þættinum. 

Hljóðverkshlaðvarpið hefur farið vel af stað og hefur verið á listum yfir þau vinsælustu á landinu á sumum streymisveitanna. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn þar sem þeir Benni og Ómar spjalla við Pálma en áður hafa birst viðtöl við þá Hreim í Landi og sonum og Adda í Sólstöfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney