Málsvörn selst eins og heitar lummur

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er farinn að láta aftur að …
Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er farinn að láta aftur að sér kveða í íslensku viðskiptalífi.

Málsvörn, bók athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur selst gríðarlega vel frá því að hún kom út fyrr á þessu ári. Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Forlagsins, í samtali við mbl.is.

Bókin situr á toppi metsölulista bókabúðarinnar Eymundssonar. „Hún selst eins og heitar lummur og er búin að vera frá útkomu í efsta sæti metsölulista Eymundssonar,“ segir Egill, en nýr metsölulisti verður birtur á morgun. 

Að sögn Egils hefur bókin sömuleiðis notið mikilla vinsælda á streymisveitunni Storytel, þar sem hlustað hefur verið á hana í mörg þúsund klukkustundir. „Hún er á meðal mest hlustuðu bókanna á Storytel.“

Bókin fjallar um upplifun Jóns Ásgeirs síðustu ár, en hann hefur staðið í stöðugum dómsmálum í yfir áratug. Sömuleiðis er saga hans frá því að hann stofnar Bónus og Baug rakin. Jón Ásgeir var í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðasta mánuði. Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast það hér að neðan. 

Viðtal við Jón Ásgeir 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney