Við nýjan tón kveður í nýjustu tilkynningunni frá Sam Asghari, kærasta Britney Spears. Þar segist hann bera enga virðingu fyrir „einhverjum sem er að reyna að stjórna“ sambandi þeirra og ítrekað að gera þeim erfiðara fyrir.
„Jamie er algjör drullusokkur að mínu mati. Ég mun ekki fara út í smáatriði því ég hef alltaf viljað vernda friðhelgi einkalífs okkar, en á sama tíma kom ég ekki til þessa lands til þess að geta ekki sagt skoðun mína og haft frelsi,“ skrifaði Asghari, sem er frá Íran, í tilkynningu á Instagram í gær.
Daginn áður, mánudag, hafði Asghari gefið út þá tilkynningu að hann styddi við bakið á kærustu sinni og að hann langaði til að lifa eðlilegu lífi með henni.
Á föstudaginn í síðustu viku gáfu New York Times og streymisveitan Hulu út heimildamynd um lögráðamannsmál Britney Spears. Mál Spears hefur því farið hátt í fjölmiðlum undanfarna daga en það verður tekið fyrir hjá dómara á morgun, fimmtudag.