Klámmógúllinn Larry Flynt látinn

Larry Flynt heldur á tímaritinu sem hann stofnaði.
Larry Flynt heldur á tímaritinu sem hann stofnaði. AFP

Larry Flynt, stofnandi klámblaðsins Hustler, er látinn, 78 ára að aldri. Flynt, sem gafst upp á skólagöngu í níunda bekk, byggði upp viðskiptaveldi á klámi og rak auk tímaritsins strippklúbba og kynlífstækjaverslanir. Voru fyrirtæki hans metin á um 400 milljónir dala (51 milljarð króna).

Þegar mest lét á miðjum áttunda áratugnum var upplag tímaritsins Hustler um þrjár milljónir eintaka

Ástæða andlátsins var hjartabilun, að sögn bróður hans Jimmy Flint. Lést hann í faðmi dóttur sinnar og eiginkonu, Elizaneth Berros, þeirrar fimmtu í röðinni.

Árið 2017 hét Flynt því að greiða tíu milljónir dala …
Árið 2017 hét Flynt því að greiða tíu milljónir dala hverjum þeim sem hefði upplýsingar sem leiddu til þess að Donald Trump yrði kærður til embættismissis. AFP

Flynt var ötull baráttumaður fyrir fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir meðal annars rétt fólks til tjáningarfrelsis. Frægt var þegar Hustler-blaðið birti skopsögu af sjónvarpsprédikaranum Jerry Falwell, þar sem prédikarinn var látinn rifja upp sögur af kynlífi með móður sinni.

Falwell stefndi Flynt fyrir meiðyrði og fór fram á 45 milljónir bandaríkjadala í bætur. Kviðdómur hafnaði kröfunni en úrskurðaði þó að Falwell skyldi fá 200.000 dali í bætur fyrir tilfinningalegan skaða af völdum grínsins. Málið endaði á borði Hæstaréttar, sem ógilti úrskurð kviðdómsins og komst samhljóða að þeirri niðurstöðu að greinin félli innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar, sem pólitísk satíra.

Árið 1978 var Flynt skotinn á leið sinni í dómshús í Georgíu-ríki og var eftir það lamaður að neðan. Árásarmaðurinn var Joseph Paul Franklin, hvítur yfirburðasinni sem var ósáttur við að pör af ólíkum uppruna sæjust á síðum Hustlers. Franklin var síðar fundinn sekur um nokkur morð og var hann tekinn af lífi árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir