Jarðsettur tveimur árum eftir andlát

Burt Reynolds var jarðsettur í gær.
Burt Reynolds var jarðsettur í gær. AFP

Stórleikarinn Burt Reynolds var jarðsettur í Hollywood Forever-kirkjugarðinum í Los Angeles í gær, fimmtudag. Reynolds lést 6. september árið 2018 og því rúmlega tvö ár frá andláti hans. 

Fjölskylda Reynolds kom saman á Zoom vegna kórónuveirunnar. Legsteini með nafni hans var komið tímabundið fyrir á gröf hans en bronslituð höggmynd af honum mun koma í hans stað bráðlega. 

Minningarathöfn var haldin stuttu eftir andlát Reynolds í september 2018 en ekki er ljóst af hverju það tók fjölskyldu hans tæp tvö og hálft ár að jarðsetja ösku hans. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal