Kim ein með börnunum á valentínusardag

Kim Kardashian West.
Kim Kardashian West. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Karadashian West stefnir á að eyða valentínusardeginum með börnum sínum fjórum en ekki eiginmanninum Kanye West. Allt stefnir í skilnað hjá hjónunum en þau eru sögð hafa verið í litlum samskiptum í nokkra mánuði. 

„Kim líður vel. Hún er búin að skipuleggja smá valentínusargleði með börnunum sínum og fjölskyldu. Hún elskar að gera eitthvað sérstakt fyrir börnin. Hún þarf ekki að vera í sambandi við Kanye,“ sagði heimildamaður People um málið og sagði hana vera að hugsa um framtíðina. 

Kardashian West og West eiga saman fjögur börn, þau North, Saint, Chicago og Psalm. 

Á síðasta ári fóru hjónin í rómantíska ferð til Cabo San Lucas í Mexíkó. Árið þar á undan kom West henni á óvart með því að fylla heimili þeirra af rósum og fá Kenny G til að spila á saxófón. 

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að hjónin væru ekki í neinum samskiptum og að West héldi að mestu leyti til á búgarði þeirra í Wyoming.

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney