Meghan hafði betur

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja giftu sig í maí 2018. …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja giftu sig í maí 2018. Á sama tíma hefur hún átt í flóknu sambandi við föður sinn. AFP

Meg­h­an, her­togaynja af Sus­sex, hafði betur í máli sínu gegn Associa­ted New­spa­pers, útgefanda götublaðsins Mail on Sunday. Meghan sem er gift Harry Bretaprins höfðaði máli gegn útgáfu blaðsins fyrir að birta kafla úr bréfi sem hún skrifaði til föður síns. Bréfið skrifaði hertogaynjan árið 2018 en það birtist í nokkrum greinum árið 2019. 

Dómari í málinu áleit að það hefði verið eðlilegt fyrir Meghan að gera ráð fyrir að bréfið færi ekki lengra. Dómarinn sagði bréfið persónulegt og sagði það meðal annars fjalla um erfiðar tilfinningar í garð föður hennar vegna hegðunar hans. 

Bréfið sem Meghan skrifaði til föður síns, Thomas Markle, var skrifað nokkrum mánuðum eftir að Meghan gekk í hjónaband með Harry. Í bréfinu biðlaði hún til föður síns að hætta að tala við fjölmiðla og ljúga í viðtölum. 

Málsvörn útgáfufélagsins snerist meðal annars um að leiðrétta staðhæfingar sem komu fram í bandaríska tímaritinu People. Dómarinn sagði að birtingin á bréfinu hefði verið úr öllu hófi og þess vegna ólögleg. 

Meghan fór í mál við breskt útgáfufélag eftir að breskur …
Meghan fór í mál við breskt útgáfufélag eftir að breskur fjölmiðill birti einkabréf hennar til föður síns. AFP

Meghan var ánægð með niðurstöðuna. Hún sakaði Mail on Sunday, systurblaðið Daily Mail og vefinn MailOnline um að leika sér að fólki. „Fyrir mig og svo margt annað fólk er þetta alvörulíf, alvörusambönd og mikil sorg. Skaðinn sem þau hafa búið til er enn til staðar,“ sagði Meghan eftir að niðurstaða fékkst í málið. Niðurstaðan kom útgáfufélaginu á óvart. Ekki var búið að ákveða hvort málinu yrði áfrýjað. 

Harry og Meghan sögðu sig frá opinberum skyldum sínum fyrir bresku konungsfjölskylduna í fyrra og búa nú í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Málið er ekki það fyrsta sem hjónin fara í. Þau hafa meðal annars farið í mál vegna götumynda sem teknar voru af Archie syni þeirra. Á dögunum náðu Harry og útgáfufélagið Associa­ted New­spa­pers sáttum í meiðyrðamáli Harry gegn útgáfunni vegna frétta þeirra um að hann hefði hunsað breska hermenn eftir að hann steig til hliðar. 

Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup