Þegar einn af stofnendum hljómsveitarinnar Alice Cooper, gítarleikarinn Glen Buxton, lést árið 1997 héldu bræðurnir Ingó og Silli Geirdal til Iowa til að vera viðstaddir jarðarför goðsins.
Silla tókst að fá eftirlifandi meðlimi til að leyfa þeim bræðrunum að fara á svið með þeim og djamma nokkur lög, sem Ingó segir að hafi heppnast með ólíkindum vel.
Þetta kemur fram í nýjasta þætti Hljóðverks þar sem gítarleikarinn Ingó Geirdal, sem er þekktastur sem meðlimur Dimmu og Stripshow, rifjar upp ferilinn með þeim Einari, Benna og Ómari. Sá spannar nokkra áratugi og því af nægu að taka þegar það kemur að rokksögum!