Mixaði saman tveimur heitustu smellum dagsins í dag

Tónlistamaðurinn Ingi Bauer sendi frá sér myndband á dögunum þar sem hann býr til 80's ábreiðu af lögunum Rólegur kúreki með Bríet og Spurningar með Birni og Páli Óskari. Í myndbandinu sem er inni á InstagramTV hjá Inga veitir hann áhorfendum innsýn í tilurð lagsins auk þess sem ábreiðan er á YouTube.


Ingi ætti að vera lesendum kunnuglegur en hann samdi meðal annars lagið Upp til hópa með Herra Hnetusmjöri og Dicks með Séra Bjössa.

„Ég ákvað að remixa lagið af því ég er búinn að hlusta allt of mikið á það og ég hef pælt mikið í því hvernig það myndi hljóma ef lagið hefði verið gert á 80's tímabilinu. Þessi tvö lög eru vinsælustu lögin í dag svo mér fannst fyndin hugmynd að blanda þeim saman í eitt lag og það kom miklu betur út en ég hélt og þorði að vona,“ segir Ingi í samtali við mbl.is. 

Hver er galdurinn á bak við góða takta? 

„Ég held að galdurinn á bak við góða takta sé að leyfa tilfinningum að njóta sín. Ekki vera hræddur við að prófa öðruvísi hluti og þess vegna kom þetta remix bara frekar vel út,“ segir hann. 

View this post on Instagram

A post shared by Ingi Bauer (@ingibauer)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal