Robert Maraj, faðir rapparans fræga Nicki Minaj, lést í dag eftir að bíl var keyrt á hann.
Maraj var í göngutúr í Long Island í New York-borg þegar hann var ekinn niður, en ökumaður bílsins flúði svo af vettvangi.
Maraj var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, og lést þar úr sárum sínum, 64 ára gamall.
Lögregla rannsakar nú málið.