Harry og Meghan eiga von á öðru barni

Harry Bretaprins og Meghan, kona hans.
Harry Bretaprins og Meghan, kona hans. AFP

Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiginkona hans, eiga von á öðru barni. Talsmaður hjónanna staðfesti þetta nú fyrir skemmstu, en Guardian greinir frá.

Hjónin eiga fyrir einn son, Archie, en ekki liggur fyrir hvort Meghan gengur með strák eða stelpu. „Við getum staðfest að Archie verður bráðum stóri bróðir. Hertoginn og hertogaynjan af Sussex eru himinlifandi með að eiga von á öðru barni sínu.“

Meghan greindi frá því í nóvember að hún hefði misst fóstur síðasta sumar, en í grein sem hún skrifaði í New York Times lýsti hún áfallinu.

Tæpt ár er síðan Harry og Meghan sögðu upp störfum, svo að segja, hjá bresku konungsfjölskyldunni, í þrá eftir persónulegu og fjárhagslegu sjálfstæði. Þau búa nú í Montecito í Kaliforníu. 

Þrátt fyrir það er Harry enn prins og heldur sæti sínu í erfðaröðinni. Barnið sem Meghan gengur með verður við fæðingu áttunda í erfðaröð bresku krúnunnar, á eftir Karli afa sínum, Vilhjálmi föðurbróður, Georgi, Karlottu og Lúðvík, frændsystkinum sínum, Harry föður sínum og Archie stóra bróður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir