Leyndarmálið á bak við handleggi Chalke

Katherine Heigl sem Tully Hart og Sarah Chalke sem Kate …
Katherine Heigl sem Tully Hart og Sarah Chalke sem Kate Mularkey í sjónvarpsþáttunum Firefly Lane. mbl.is/skjáskot Instagram

Sjónvarpsþættirnir Firefly Lane eru að slá í gegn um þessar mundir. Þættirnir eru um þær Tully og Kate sem hittast ungar að aldri; verða bestu vinkonur og fara í gegnum súrt og sætt saman án þess að vinskapurinn slitni. 

Kate, sem leikin er af Sarah Chalke, er að margra mati með eina fallegustu handleggi sem fyrirfinnast. Hún þakkar æfingum Raegan Alexander fyrir stæltu vöðvana sem hún fær með því að gera hægar og góðar æfingar með léttum lóðum. 

Ef marka má æfingamyndband sem þær Chalke og Katherine Heigl birtu nýverið er málið nú að finna sér flottan æfingafatnað í anda Jane Fonda á áttunda áratug síðustu aldar og byrja að gera léttar og kvenlegar æfingar sem allir ráða við. 

Hægt er að sjá nánar um æfingakerfi Alexander á síðunni hennar á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Sarah Chalke (@_sarahchalke)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal